Á heimleið er fyrsta skáldsaga Guðrúnar Lárusdóttur sem gefin var út árið 1913. Hún segir frá hinni ungu Margréti í Hlíð. Lesandi kynnist Margréti þegar hún er komin um borð í skip og heldur af stað út í heim, burt frá æskuslóðum sínum. Hún fékk boð frá kaupmannshjónum í Noregi um að dvelja hjá þeim. Fljótt verður hún heltekin af heimþrá en leitar huggunar í náttúrufegurð, trúrækni og vináttu sinni við aðrar ungar konur. Margrét er ekki feimin við að fylgja eigin sannfæringu og myndar náið samband við prestinn, séra Björn. Í fyrstu virðist ekki hlýtt á milli þeirra, Margrét gagnrýnir ræður hans og tekur séra Björn því mis vel, en þegar áföll dynja á í nærumhverfi verður vinátta þeirra sterkari. Á heimleið (1913) er saga af tryggri ást, trúmennsku og fórnfýsi. En einna helst um hetjudáð ungrar konu. Verkið hlaut góða dóma úr mörgum áttum og þótti vönduð frumraun. -
Dieser Download kann aus rechtlichen Gründen nur mit Rechnungsadresse in A, B, BG, CY, CZ, D, DK, EW, E, FIN, F, GR, HR, H, IRL, I, LT, L, LR, M, NL, PL, P, R, S, SLO, SK ausgeliefert werden.