Bessi Gamli er gamansaga sem á sér stað í Reykjavík. Sagt er frá hinum ýmsu litríku persónum borgarinnar, þeim er fylgt í veislur, á fyllirí og jafnvel í gegnum hversdagsleikann. Rætt er um stjórnmál á kímna vegu og rándýrir tanngarðar týnast í öllu fjörinu. Sögumaðurinn dvelur þó helst við Bessa gamla, sérvitran eldri mann sem hefur margt um Reykjavík og lífstíl borgarbúa að segja.