Ævintýrið um Brimborgarsöngvarana fjallar um kött, hænu, veiðihund og asna sem eru staðráðin í að gerast tónlistarmenn í Bremen. Hópur ræningja kemur í veg fyrir áform þeirra og setja fyrirætlanir dýranna um tónlistarferil í Bremen í uppnám. Ævintýrið fjallar um mótlæti, frelsi og vináttu. Sagan er vinsæl til leikgerðar og hefur víða verið sett upp á fjölum leikhúsa. Þá hafa Brimborgarsöngvararnir verið kvikmyndaðir og búnar hafa verið til teiknimyndir og söngleikir. Ævintýri Grimmsbræðra eru löngu orðin þekkt um allan heim enda verið þýdd á fleiri hundruð tungumál. Þjóðsögur Grimmsbræðra hafa tekið töluverðum breytingum í aldanna rás án þess þó að missa upprunalegan boðskap sinn og í dag ganga þjóðsögur Jacobs og Wilhelms einfaldlega undir nafninu Ævintýri Grimmsbræðra.
Dieser Download kann aus rechtlichen Gründen nur mit Rechnungsadresse in A, B, BG, CY, CZ, D, DK, EW, E, FIN, F, GR, HR, H, IRL, I, LT, L, LR, M, NL, PL, P, R, S, SLO, SK ausgeliefert werden.