"Mamma dó. (...) Hún var einbirni. Ég var einbirni. Það kom enginn í heimsókn." Á þessum nótum hefst fyrsta bókin í ritröðinni um Elling, einmana sérkennilegan mann sem lesendur komast ekki hjá að þykja vænt um, enda sjá þeir sig sjálfa í honum. Elling býr í blokk í Osló með móður sinni og virðast þau aðeins hafa félagsskap hvort af öðru. Þegar móðir Ellings deyr tekst hann á við einmanaleikann með því að kaupa sér stjörnukíki sem hann notar til að fylgjast með nágrönnum sínum og lifa sig inn í tilveru þeirra. Þannig uppgötvar hann að allir eiga sér leyndarlíf og enginn er eins og hann virðist vera út á við.
Dieser Download kann aus rechtlichen Gründen nur mit Rechnungsadresse in A, B, BG, CY, CZ, D, DK, EW, E, FIN, F, GR, HR, H, IRL, I, LT, L, LR, M, NL, PL, P, R, S, SLO, SK ausgeliefert werden.