Þrátt fyrir að Jörgen Arthur Dam sé farsæll arkitekt þykir honum líf sitt og hjónaband heldur gleðisnautt. Hann tekur loks af skarið og yfirgefur heimili sitt í von um betra líf. Fljótlega áttar hann sig á því að leitin að hamingjunni gengur ekki þrautalaust fyrir sig. Eftir örlagaríka nótt á Pension Granly gistiheimilinu flækist Jörgen óvænt í tilfinningaþrunginn ástarþríhyrning sem mun færa honum erfiðleika en jafnframt óvænta gleði.