Hildur er ung að aldri þegar hún missir móður sína. Pabbi hennar, séra Einar, hugsar einn um dóttur sína og Sigurð fósturson sinn og fósturbróður Hildar. Séra Einar er eftirlátssamur og uppeldið á bænum er ekki upp á marga fiska. Ef Hildi langar - þá fær hún. Þar til að séra Einar giftir sig aftur. Hildur er ekki ánægð með stjúpmóður sína sem vill halda úti miklum aga og fylgja ströngum reglum við uppeldi. Hildi finnst þá allt spennandi sem er bannað. Um leið og hún fær tækifæri til flyst hún til Kaupmannahafnar til að standa á eigin fótum og gera eins og henni sýnist. Hún hafnar ástarjátningu Sigurðar og heldur út í heim. En sjálfstætt líf í Kaupmannahöfn er ekki eins auðvelt og Hildur hélt í fyrstu. Hún fær að kynnast lífi í stórborg, eignast vinkonur og lenda í ævintýrum en samt hugsar hún heim. Hér er saga um ást sem slokknar ekki svo auðveldlega og unga konu sem fylgir sinni eigin sannfæringu sama hvað bjátar á. idden /title /head body center h1 403 Forbidden /h1 /center /body /html
Dieser Download kann aus rechtlichen Gründen nur mit Rechnungsadresse in A, B, BG, CY, CZ, D, DK, EW, E, FIN, F, GR, HR, H, IRL, I, LT, L, LR, M, NL, PL, P, R, S, SLO, SK ausgeliefert werden.