Er það þess virði að opna dyr fortíðar til að bjarga lífi saklauss manns? Nina Bloom lifir góðu lífi sem lögfræðingur og móðir í New York. En hún á sér leyndarmál sem ekki einu sinni dóttir hennar veit af. Þegar morð er framið og saklaus maður er sakaður um glæpinn getur Nina ekki setið á sér, þrátt fyrir að leyndarmál hennar gæti uppgötvast. Fyrir 18 árum lifði Nina fullkomnu fjölskyldulífi í Key West í Flórída. En hræðilegt leyndarmál stofnaði lífi hennar í hættu og hún neyddist til að flýja. Nú þarf Nina að snúa aftur til Flórída og takast á við fortíð sína í hörku spennusögu sem heldur lesandanum föngnum frá byrjun til enda.
Dieser Download kann aus rechtlichen Gründen nur mit Rechnungsadresse in A, B, BG, CY, CZ, D, DK, EW, E, FIN, F, GR, HR, H, IRL, I, LT, L, LR, M, NL, PL, P, R, S, SLO, SK ausgeliefert werden.