Guðbjörg og Sveinbjörn eru börn að aldri þegar þau kynnast við að sitja yfir ánum og með þeim tekst mikil og góð vinátta. En feður þeirra eiga land að sömu laxánni og deila mikið um notkun hennar. Vinátta barna þeirra kemur því illa við þá og þeir gera sitt til að spilla henni. Voveiflegur atburður og mikil hetjudáð verða hins vegar til þess að allt breytist ...-