Hans og Gréta búa ásamt föður sínum og stjúpu í litlu húsi. Það er lítið að bíta og brenna í litla húsinu og stjúpunni finnst börnin vera til trafala. Hún skipar því föður þeirra að taka börnin með sér út í skóg og skilja þau eftir, djúpt inni í skóginum. Þegar börnin átta sig á því hvernig fyrir þeim er komið reyna þau að finna leiðina heim. Ævintýri Grimmsbræðra eru löngu orðin þekkt um allan heim enda verið þýdd á fleiri hundruð tungumál. Þjóðsögur Grimmsbræðra hafa tekið töluverðum breytingum í aldanna rás án þess þó að missa upprunalegan boðskap sinn og í dag ganga þjóðsögur Jacobs og Wilhelms einfaldlega undir nafninu Ævintýri Grimmsbræðra.
Dieser Download kann aus rechtlichen Gründen nur mit Rechnungsadresse in A, B, BG, CY, CZ, D, DK, EW, E, FIN, F, GR, HR, H, IRL, I, LT, L, LR, M, NL, PL, P, R, S, SLO, SK ausgeliefert werden.