Þegar Anne Larsen sýnir Roland mynd af Uwe Finch, finnst honum eitthvað kunnuglegt við manninn. Eitthvað við augnsvipinn. Varla getur þetta verið sami maður og fórst í hótelbruna fyrir mörgum árum. Þegar fingraför staðfesta að þetta er sami maður er forvitni Rolands vakin. Hann vill komast að því hvers vegna maðurinn siglir undir fölsku flaggi og hvert erindi hans er í Árósum. Mamma Bertrams hefur fundið stolna leðurjakkann í herberginu hans og ætlar að skila honum til kærastans síns. Enn og aftur reynir Bertram að koma henni í skilning um að hún sé í lífshættu en hún bregst hin versta við og hlustar ekki á hann. Hún heldur því fram að hann sé afbrýðisamur og sakar hann um að hafa myrt barnunga systur sína. Bertram verður öskureiður, fær sér jónu og sofnar yfir sjónvarpinu. Í vímunni rennur hræðilegur sannleikurinn upp fyrir honum. Undir morgun þegar Bertram rankar við sér kemst hann að því að mamma hans hefur ekki skilað sér heim.Hreinsarinn er glæpasaga í sex þáttum.-