Sagan af héranum og broddgeltinum er ein af þessum klassískum sögum þar sem sannast hið fornkveðna: dramb er falli næst. Hérinn, sannfærður um yfirburða fótafimi sína hittir broddgöltinn á göngu. Hérinn gerir grín að stuttfætta broddgeltinum og reytir hann til reiði. Broddgölturinnn stingur upp því að keppa við hérann í kapphlaupi og útkljá þannig deilur þeirra. Hérinn samþykkir og tekur að auki veðmáli broddgaltarins um hver komi fyrstur í mark enda fullviss um yfirburði sína og sannfærður um að hann muni sigra kapphlaupið. Kapphlaupið fer þó ekki alveg eins og hérinn hafði reiknað með og broddgölturinn reynist snjallari á endasprettinum. Ævintýri Grimmsbræðra eru löngu orðin þekkt um allan heim enda verið þýdd á fleiri hundruð tungumál. Þjóðsögur Grimmsbræðra hafa tekið töluverðum breytingum í aldanna rás án þess þó að missa upprunalegan boðskap sinn og í dag ganga þjóðsögur Jacobs og Wilhelms einfaldlega undir nafninu Ævintýri Grimmsbræðra.
Dieser Download kann aus rechtlichen Gründen nur mit Rechnungsadresse in A, B, BG, CY, CZ, D, DK, EW, E, FIN, F, GR, HR, H, IRL, I, LT, L, LR, M, NL, PL, P, R, S, SLO, SK ausgeliefert werden.