8,99 €
8,99 €
inkl. MwSt.
Sofort per Download lieferbar
payback
0 °P sammeln
8,99 €
8,99 €
inkl. MwSt.
Sofort per Download lieferbar

Alle Infos zum eBook verschenken
payback
0 °P sammeln
Als Download kaufen
8,99 €
inkl. MwSt.
Sofort per Download lieferbar
payback
0 °P sammeln
Jetzt verschenken
8,99 €
inkl. MwSt.
Sofort per Download lieferbar

Alle Infos zum eBook verschenken
payback
0 °P sammeln
  • Format: ePub

"Saga hans er saga þjóðar hans og samtímis" segir í fyrsta af fimm bindum um ævisögu Jón Sigurðssonar sem fæddist þann 17. júní árið 1811. Það bar snemma á gáfum og fróðleiksþorsta Jóns en hann fluttist ungur úr foreldrahúsum til að ljúka stúdentsprófi í Reykjavík og þaðan til Kaupmannahafnar til að leggja stund á háskólanám. Hér fá lesendur innsýn í æsku og uppvöxt Jóns á Hrafnseyri, þátttöku hans í félagsstörfum, persónulega hagi og félagslíf. Dregin er upp lýsandi mynd af aðstæðum á Íslandi þess tíma og störfum Jóns í þágu þjóðfélagsmála. Jón Sigurðsson I-V er ævisaga þjóðarhetju og…mehr

  • Geräte: eReader
  • ohne Kopierschutz
  • eBook Hilfe
  • Größe: 0.98MB
Produktbeschreibung
"Saga hans er saga þjóðar hans og samtímis" segir í fyrsta af fimm bindum um ævisögu Jón Sigurðssonar sem fæddist þann 17. júní árið 1811. Það bar snemma á gáfum og fróðleiksþorsta Jóns en hann fluttist ungur úr foreldrahúsum til að ljúka stúdentsprófi í Reykjavík og þaðan til Kaupmannahafnar til að leggja stund á háskólanám. Hér fá lesendur innsýn í æsku og uppvöxt Jóns á Hrafnseyri, þátttöku hans í félagsstörfum, persónulega hagi og félagslíf. Dregin er upp lýsandi mynd af aðstæðum á Íslandi þess tíma og störfum Jóns í þágu þjóðfélagsmála. Jón Sigurðsson I-V er ævisaga þjóðarhetju og leiðtoga Íslands í sjálfstæðisbaráttunni á 19. öld. Ævisagan var upprunalega gefin út í fimm bindum af Hinu Íslenzka Þjóðvinafélagi í Reykjavík á árunum 1929-1933. Verkið er viðamikið og gefur innsýn í afdrifaríka ævi Jóns Sigurðssonar og sjálfstæðisbaráttuna við Dani. Höfundur bókanna er Páll Eggert Ólason.

Dieser Download kann aus rechtlichen Gründen nur mit Rechnungsadresse in A, B, BG, CY, CZ, D, DK, EW, E, FIN, F, GR, HR, H, IRL, I, LT, L, LR, M, NL, PL, P, R, S, SLO, SK ausgeliefert werden.

Autorenporträt
Páll Eggert Ólason (1883-1949) var íslenskur doktor og prófessor í sagnfræði. Eftir stúdentsprófið lauk hann embættisprófi í lögfræði við Háskóla Íslands og hlaut síðar doktorsnafnbót fyrir rit sitt um Jón Arason. Páll sinnti fjölbreyttum störfum í gegnum tíðina en þar má helst nefna stöðu bankastjóra Búnaðarbankans, skrifstofustjóra fjármálaráðuneytisins og bæjarfulltrúa í Reykjavíkurborg. Þekktastur er Páll þó fyrir fræða- og ritstörf sín sem skipuðu stóran sess á starfsferli hans. Hann var afkastamikill rithöfundur enda fróður um sögu Íslands og afar leikinn við heimildavinnu. Ritverk hans eru bæði yfirgripsmikil og efnisrík en meðal þeirra eru samantekt á Íslenzkum æviskrám, Ævisaga Jóns Sigurðssonar I-V og Menn og menntir siðaskiptaaldarinnar á Íslandi I-IV.