Í lok júlí 2000 kom krúnurakaður maður, sem sagðist heita Morris Edina, til vakthafandi aðalvarðstjóra hjá lögreglunni í Åbo og sagðist vilja sækja um hæli í Finnlandi. Maðurinn var ekki með nein skilríki meðferðis og engan farangur. Í samræðum við aðalvarðstjórann sagðist maðurinn hafa komið til Finnlands með flugi frá Ungverjalandi. Hann sagðist vera af albönskum og rúmenskum ættum og hann gæti ekki lengur búið í hinu stríðshrjáða Kosovo vegna ofsókna sem hann sætti þar vegna þjóðernis síns. Tekið var við umsókn hans um hæli og síðan tók finnski Rauði Krossinn við manninum og flutti hann í móttökumiðstöð fyrir flóttamenn í Metallgatan. -