Tumi er ungur drengur sem býr hjá Pollý frænku sinni og er eilíflega til vandræða. Frænkan refsar honum reglulega fyrir strákapörin, en einhvern veginn tekst Tuma alltaf að koma sér hjá refsingunum. Hann verður líka ástfangin af skólasystur sinni og tekur upp á ýmsu til að koma sér í mjúkinn hjá henni. Tumi vingast fljótlega við Stikilsberja-Finn, ungan flækingsdreng í þorpinu, og saman koma þeir sér í enn fleiri vandræði, ekki síst þegar þeir verða vitni að morði. Sagan af Tuma litla (The Adventures of Tom Sawyer) er eitt af þekktustu verkum Mark Twains, sem og eitt af þekktustu verkum bandarískra bókmennta. Sagan er uppfull af prakkarastrikum, spennu og drama og í henni er að finna eitthvað fyrir alla, bæði unga og aldna.-
Dieser Download kann aus rechtlichen Gründen nur mit Rechnungsadresse in A, B, BG, CY, CZ, D, DK, EW, E, FIN, F, GR, HR, H, IRL, I, LT, L, LR, M, NL, PL, P, R, S, SLO, SK ausgeliefert werden.