Hinn ungi efnaði Neville Lynne flyst á sléttur Ástralíu og hefur námurekstur í Lorn Hope. Eitt kvöld í þorpinu er ung kona í leit að húsaskjóli. Margir bjóða henni húsaskjól en hafa misgóða hluti í hyggju. Brugðið er á það ráð að selja hana til hæstbjóðanda á uppboði til að fjármagna spítala. Neville aumkar sér yfir örlögum hennar og býður hæst allra, en það hefur í för með sér örlög sem hann gat ómögulega séð fyrir.Bókin naut mikilla vinsælda á Íslandi áður fyrr sem hluti af Sögusafni heimilanna.Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.Serían samanstendur af eldri sögum sem eiga það sameiginlegt að hafa verið eftirsóttar til lengri tíma í flokki rómantískra bókmennta. Bækurnar henta einstaklega vel þegar þú vilt gleyma þér í rómantík og ævintýrum gamla tímans.
Dieser Download kann aus rechtlichen Gründen nur mit Rechnungsadresse in A, B, BG, CY, CZ, D, DK, EW, E, FIN, F, GR, HR, H, IRL, I, LT, L, LR, M, NL, PL, P, R, S, SLO, SK ausgeliefert werden.