Skin eftir skúr kom fyrst út sem framhaldssaga í tímaritinu Fróða á árunum 1886-1887, en var aldrei kláruð. Hún kom ekki út í heild sinni fyrr en 1960, 61 ári eftir lát höfundarins, þá unnin upp úr eiginhandarriti hans sem handritasafn Landsbókasafnsins varðveitir. Sagan segir frá ungum elskendum sem fá ekki að vera saman og þótti viðfangsefni hennar býsna nútímalegt þegar bókin kom loks út. Fjölbreyttir atburðir og lifandi mannlýsingar einkenna bókina, eins og höfundi einum var lagið.-