Skraddari nokkur, smávaxinn en hugprúður, sat við sauma þegar bóndakona býður honum að kaupa af sér hunang. Skraddarinn smyr nýkeyptu hunanginu á væna brauðsneið og lætur standa á meðan hann klárar verkin. Hunangið laðar til sín flugnager mikið sem skraddarinn fargar með einu slagi. Hreykinn af afreki sínu, saumar skraddarinn linda um mittið á sér með slaogorðinu "Sjö í einu höggi" og leggur af stað út í hinn stóra heim til að segja frá afreki sínu. Þegar skraddarinn kemur að höll konungsins þykir hermönnum konungs í fyrstu ekki mikið til þessa væskilslega manns koma. Það renna þó á þá tvær grímur þegar þeir sjá að þar fari mögulega stríðsmaður mikill sem slegið hefur sjö í einu höggi.Ævintýri Grimmsbræðra eru löngu orðin þekkt um allan heim enda verið þýdd á fleiri hundruð tungumál. Þjóðsögur Grimmsbræðra hafa tekið töluverðum breytingum í aldanna rás án þess þó að missa upprunalegan boðskap sinn og í dag ganga þjóðsögur Jacobs og Wilhelms einfaldlega undir nafninu Ævintýri Grimmsbræðra.
Dieser Download kann aus rechtlichen Gründen nur mit Rechnungsadresse in A, B, BG, CY, CZ, D, DK, EW, E, FIN, F, GR, HR, H, IRL, I, LT, L, LR, M, NL, PL, P, R, S, SLO, SK ausgeliefert werden.