Í fögrum garði er margt að finna, ýmsar blómplöntur og jurtir lifa í sátt og samlyndi við smádýrin. Fyrir utan garðinn lifa stærri skepnur, svo sem kýr og kindur. Rósaviður er þar einn, sem springur út með fögrum blómstrum sumar hvert. Undir honum býr snigill sem hefur nokkuð háleitar hugmyndir um sjálfan sig. Rósaviðurinn og snigillinn eru sannarlega ekki sammála um aðalatriðin í lífinu. Þau takast á undir ólíkum formerkjum, en þegar öll kurl eru komin til grafar er erfitt að segja hvort hefur rétt fyrir sér. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.-