Sjálfsævisaga rithöfundarins og leikarans Frank Harris (1855 - 1931) kom út í íslenskri þýðingu Baldurs Hólmgeirssonar árið 1958. Harris rekur ævi sína og örlög, allt frá barnæsku til kvennafars á fullorðinsárum. Ævisaga hans hefst á fleygu orðunum: "Minnið er móðir listagyðjanna og sönn fyrirmynd listamannsins." Eftir þeirri speki er sjálfsævisaga Harris rituð. Hann segir frá kynnum sínum af konum í miklum smáatriðum og teiknaði myndir til sem voru innblásnar af ævintýrum hans. Frásögnin og teikningarnar sem þeim fylgdu vakti mikinn usla á sínum tíma og var bókin bönnuð í áratugi í Bandaríkjunum og Bretlandi. Þrátt fyrir það varð Ævi mín og ástir metsölubók, hún þykir enn vera merkilegt erótískt verk og seldist dýrum dómum í Frakklandi þar sem hún var ekki bönnuð. "Ævi mín og ástir" kynnir lesanda einnig vel fyrir samtíma höfundarins, við sögu koma fjölmargar þekktar persónur sem Harris kynntist á sinni ævi. Þar má nefna: Oscar Wild, Heinrich Heine, George Meredith og fleiri samtímamenn Harris. -
Dieser Download kann aus rechtlichen Gründen nur mit Rechnungsadresse in A, B, BG, CY, CZ, D, DK, EW, E, FIN, F, GR, HR, H, IRL, I, LT, L, LR, M, NL, PL, P, R, S, SLO, SK ausgeliefert werden.