Krabbi var fátækur bóndi sem aflaði aukatekna við að selja við. Einu sinni sem oftar lá leið hans til borgarinnar til að afhenda viðarhlass til læknisins. Þegar þangað kemur og hann sér hvar læknirinn gæðir sér á kræsingum miklum óskar hann þess innilega að vera líka læknir. Aðspurður segist læknirinn geta gert bóndann að lækni á svipstundu. Hann þurfi bara að festa skilti á hurðina hjá sér þar sem stendur að þar búi alvitur læknir. Þegar til hans leitar herramaður og biður hann um aðstoð við að leysa sakamál, heldur Alvitur ásamt konu sinni til hallar herramannsins í von um að leysa málið og uppskera ríkulega. Ævintýri Grimmsbræðra eru löngu orðin þekkt um allan heim enda verið þýdd á fleiri hundruð tungumál. Þjóðsögur Grimmsbræðra hafa tekið töluverðum breytingum í aldanna rás án þess þó að missa upprunalegan boðskap sinn og í dag ganga þjóðsögur Jacobs og Wilhelms einfaldlega undir nafninu Ævintýri Grimmsbræðra.
Dieser Download kann aus rechtlichen Gründen nur mit Rechnungsadresse in A, D ausgeliefert werden.