Ungur dáti á leiðinni heim úr stríði mætir gamalli kerlingu. Sú segir honum að geri hann henni lítinn greiða skuli hann eignast alla þá peninga sem hann getur óskað sér. Verkefnið sem honum er falið er að klifra niður í holan trjástofn og sækja gömul eldfæri. Þar mæta honum hundar þrír, sem hafa augu á stærð við undirskálar, mylnuhjól og sívaliturna, og gæta hver um sig kistla með kopar-, silfur- og gullpeningum. Kerlingin kenndi honum brellu til að leika á hundana og hann fyllir vasa sína af gullpeningum. En mikill vill meira og í ágirnd sinni á eldfærunum dularfullu drepur hann kerlinguna og heldur til borgarinnar að lifa í vellystingum. Þar uppgötvar hann galdramátt eldfæranna sem verða upphafið að atburðarrás græðgi og klækjabragða.Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.-
Dieser Download kann aus rechtlichen Gründen nur mit Rechnungsadresse in A, D ausgeliefert werden.