Önnur bókin í seríunni um Elling er sjálfstætt framhald þeirrar fyrstu, Paradís í sjónmáli. Þegar hér er komið við sögu er aðalpersónan Elling kominn á geðsjúkrahús, þar sem hann deilir herbergi með manni að nafni Kjell Bjarne. Með þeim tveimur tekst fljótt ansi sérstök vinátta, þar sem báðir eiga það sameiginlegt að hafa verið mjög einmana í gegnum tíðina. Á spítalanum tekur Elling einnig til við að skrifa hugsanir sínar og hugleiðingar niður, nokkuð sem gefur lesandanum enn betri innsýn inn í sérkennilegan hugarheim hans. Hann fær það verkefni að skrifa um ferðalag sitt með móður sinni til Benidorm, en það ferðalag endaði með ósköpum. Kvikmyndin "Mors Elling" var gerð eftir bókinni.
Dieser Download kann aus rechtlichen Gründen nur mit Rechnungsadresse in A, D ausgeliefert werden.