Þrjátíu og þriggja ára afmælisdagur einkaspæjarans, Kinsey Millhone, er með öllu móti viðburðaríkur. Loksins getur hún flutt aftur í nýuppgerða íbúð sína eftir margar mánaða bið. Þar að auki fær hún glænýtt verkefni í hendurnar þegar kona að nafni Irene Gersh hefur samband við hana til að hafa upp á týndri móður sinni í Mojave eyðimörkinni. Að lokum fær Kinsey þær skelfilegu fréttir að glæpamaðurinn, Tyrone Patty, hefur ráðið leigumorðingja til að verða henni að bana. Samhliða þess að berjast fyrir lífi sínu, hefst Kinsey handa við að leysa dularfullt og flókið mál. Nú reynir enn á kjark hennar, eldmóð og útsjónarsemi.
Dieser Download kann aus rechtlichen Gründen nur mit Rechnungsadresse in A, D ausgeliefert werden.