Klaufa-Bárður var yngstur þriggja bræðra. Eldri bræðurnir tveir stríddu honum og skildu hann útundan. Eitt sinn, þegar eldiviðinn þvarr í kotinu, voru eldri bræður Bárðar sendir út í skóg til að sækja meira en báðir komu þeir tómhentir tilbaka. Bauðst þá Klaufa-Bárður til að fara út í skóg og sækja eldivið. Hefst þá mikil ævintýraför Klaufa-Bárðs þar sem kemur við sögu gamall maður, gullgæs ásamt konungi sem á sér þá ósk heitasta að koma dóttur sinni til að brosa og lofar hverjum þeim sem tekst það að giftast henni.Ævintýri Grimmsbræðra eru löngu orðin þekkt um allan heim enda verið þýdd á fleiri hundruð tungumál. Þjóðsögur Grimmsbræðra hafa tekið töluverðum breytingum í aldanna rás án þess þó að missa upprunalegan boðskap sinn og í dag ganga þjóðsögur Jacobs og Wilhelms einfaldlega undir nafninu Ævintýri Grimmsbræðra.
Dieser Download kann aus rechtlichen Gründen nur mit Rechnungsadresse in A, D ausgeliefert werden.