Hafmeyjan litla er yngst sex systra sem alast upp hjá föður sínum, hafkónginum, og ömmu sinni á hafsbotni. Systurnar alast upp sem perlur í ostruskeljum undirdjúpanna, en láta sig dreyma um heiminn ofan hafsins. Á fimmtán ára afmælisdaginn fá þær loksins leyfi til að synda upp úr sjónum og skoða mannheima. Litla hafmeyjan sér á eftir systrum sínum einni af annarri upp á yfirborðið, allar heillast þær af ólíkum hlutum en verða fljótlega leiðar á landinu og sækja aftur í hafdjúpin. Þegar hinn langþráði afmælisdagur rennur loksins upp syndir hafmeyjan litla upp á yfirborðið full eftirvæntingar. Þar hittir hún fyrir skip ungs konungssonar og verður samstundis ástfangin af honum. Þegar skipið ferst í óveðri bjargar hún prinsinum unga og kemur honum á þurrt land. Sjálf snýr hún aftur í hafdjúpin, en getur ekki gleymt ástinni sinni. Að lokum ákveður hún að fórna heimkynnum sínum og sporðinum til að lifa í samfélagi manna. En sú ákvörðun hefur víðtækar og sársaukafullar afleiðingar. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.-
Dieser Download kann aus rechtlichen Gründen nur mit Rechnungsadresse in A, D ausgeliefert werden.