Örlagasaga fjögurra kynslóða sem eru markaðar af átakanlegum atburði. Veru Jebsen er nauðgað en hún segir engum frá, allt þar til Fred sonur hennar fæðist. Atburðurinn hefur afdrifarík áhrif á ævi Freds og fjölskyldu hans, en sagan er sögð frá sjónarhóli Barnum bróður hans. Inn í frásagnir Barnums af sérstöku sambandi þeirra bræðra tvinnast þroskasaga hans sjálfs og bréf langafa hans til langömmu hans frá Norður-Íshafinu og Grænlandi. Sagan segir jafnt frá bræðrunum og ævi formæðra þeirra, sem leiðir allt að sömu endalokunum. Inn í átakanlegan söguþráðinn tvinnast svo húmor höfundar, sem gerir lesandanum ómögulegt að leggja bókina frá sér. Bókin hefur unnið til fjölda verðlauna, meðal annars bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, og verið gerð að vinsælli sjónvarpsþáttaröð, sem var tilnefnd til Prix Europa, evrópsku sjónvarpsverðlaunanna.
Dieser Download kann aus rechtlichen Gründen nur mit Rechnungsadresse in A, D ausgeliefert werden.