Faldir fjársjóðir. Dularfullir atburðir. Myrkir leyndardómar. Anna Brett óttast að þurfa að vera kennslukona á heimili annarra það sem eftir er ævinnar. En þegar hinn glæsilegi skipstjóri Redvers Stretton kemur aftur inn í líf hennar, ferðast hún frá köldu landslagi Englands yfir í dulúð Kyrrahafsins þar sem ekkert er það sem það lítur út fyrir að vera og hún lendir í miðri ráðgátu sem aðeins hún getur leyst. Meðan myndarlegi, ljóshærði og bláeygði skipstjórinn gerir sitt besta til að fá Önnu til að gleyma fortíð sinni áttar hún sig á því að myrk lendarmál liggja undir heillandi yfirborði hans. Morð fær mjög á ungu konuna og í draumum hennar eltir hana leyndardómur um falinn fjársjóð. Það er ekki tilviljun að skip Strettons er kallað "Leynda konan" og á ferð þeirra að Kóraleyju í Kyrrahafinu neyðist Anna til að horfast í augu við manninn sem gæti átt eins mörg leyndarmál og hún. Á frumstæðri eyjunni, þar sem fólk trúir enn á galdra og myrk öfl, kemur sannleikurinn um Redvers Stretton í ljós. Og ráðgátan um leyndu konuna er loksins leyst.-
Dieser Download kann aus rechtlichen Gründen nur mit Rechnungsadresse in A, D ausgeliefert werden.