Þetta meistarastykki frá metsöluhöfundinum Ken Follett fjallar um myrk fjölskylduleyndarmál og pólitískar afleiðingar þeirra. Árið er 1914 og Evrópa rambar á barmi styrjaldar. Til að jafna metin við Þýskaland reynir Bretland að stofna til bandalags við Rússland. Aleksei prins, frændi rússneska czarsins, er sendur á fund með Walden lávarði, en Aleksei er einnig skyldur eiginkonu Waldens. Fundum af þessu tagi fylgir þó óneitanlega andspyrna og inn í söguna fléttast maður frá St. Pétursborg sem kemur til London með illt eitt í huga. Örlög aðalpersónanna fléttast nú saman í harmleik sem gæti stofnað Evrópu allri í hættu. Metsölubók sem hefur selst í yfir 6.2 milljónum eintaka um allan heim.
Dieser Download kann aus rechtlichen Gründen nur mit Rechnungsadresse in A, D ausgeliefert werden.