Enginn veit hvaðan Mómó kemur, hún býr í rústum hringleikahúss, er munaðarlaus og á enga nána fjölskyldu en hún er vinmörg vegna hæfileika hennar; að hlusta á aðra. Þegar grámennirnir mæta á heimaslóðir hennar og taka yfir borgina kemur í ljós hversu einstökum eiginleikum Mómó býr yfir. Grámennirnir stela tíma frá íbúum borgarinnar, þeir þykjast ætla að ávaxta tímann eins og banki en þegar fólk hefur látið tíma sinn í þeirra hendur gleymir það grámönnunum samstundis. Mómó gleymir þeim ekki og ásamt meistara Hora og skjaldbökunni sem sér fram í tímann berst Mómó gegn tímaþjófunum. -
Dieser Download kann aus rechtlichen Gründen nur mit Rechnungsadresse in A, D ausgeliefert werden.