Í kínverska keisaradæminu er mikið um dýrðir, postulínshallir og skrúðgarðar gleðja þar gestsaugu. Öllum sem heimsækja staðinn ber þó saman um að af beri söngur næturgalans, sem syngur fyrir fátæka fólkið á kvöldin. Um þetta les keisarinn sjálfur í bók, dag nokkurn, og verður steinhissa á því að hafa ekki fyrr vitað um tilvist næturgalans. Óðara lætur hann senda út leitarflokk, til að finna fuglinn, svo hann megi hlýða á söng hans. Fuglinn syngur með mestu ánægju og keisarinn kemst við af fegurðinni. Fær hann nú fuglinum fasta stöðu við hirðina, sem hann gegnir ófrjáls um hríð, þar til stöðunni er ógnað af vélfugli sendum frá Japan. Þá sé litli fuglinn sér leik á borði, en fundum þeirra keisarans á þó eftir að bera aftur saman síðar. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson. -
Dieser Download kann aus rechtlichen Gründen nur mit Rechnungsadresse in A, D ausgeliefert werden.