Frá því Suwellen sá Matelandsetrið fyrst vissi hún að hún myndi einhvern daginn búa þar. En hvernig getur óskilgetið barn nokkurn tímann uppfyllt þess háttar draum? Leyndardómsfullar aðstæður senda Anabel og Joel Mateland landflótta þvert yfir hnöttinn. Á eldfjallaeyju við strendur Ástralíu elst Suwellen dóttir þeirra upp og minningar um England virðast dofna. En þegar Susannah, hálfsystir Suwellen, kemur óvænt í heimsókn verða örlagaríkar breytingar á lífi þeirra allra. Susannah er eins og eldfjallið sem ríkir yfir eyjunni, hún fær gamla afbrýðissemi og ný átök til að gjósa upp. Þegar harmleikur verður kastast Suwellen inn í hættulegan blekkingavef. Heima á Englandi verður hún að bera grímu hinnar töfrandi konu – veikt dulargervi, sem kemur henni í lífshættu...-
Dieser Download kann aus rechtlichen Gründen nur mit Rechnungsadresse in A, D ausgeliefert werden.