Frá metsöluhöfundinum afkastamikla, Danielle Steel, kemur hér ógleymanleg saga um sorg og missi, en einnig þá von og hugrekki sem oftar en ekki fylgja. Pip Mackenzie er ellefu ára gömul en hefur þrátt fyrir það upplifað mikinn harmleik sem þjakar hana og móður hennar. Í göngutúr með hundinn sinn við strandlengju San Francisco kynnist hún listmálara sem sér í henni sína eigin dóttur. Fljótlega hefst með þeim mikill vinskapur. Móðir Pip, Ophélie, er efins í fyrstu en fljótlega er málarinn Matt Bowles orðinn nátengdur þeim mæðgum og tekst þeim með vináttu og kærleika að lækna sárin sem hafa þjakað þau öll fram að þessu. Hér kafar höfundurinn ofan í afleiðingar missis á fjölskyldur og kannar hvernig þær geta með sem bestu móti komist heilar frá honum. Myndin Safe Harbour, sem kom út árið 2007, er byggð á bókinni.
Dieser Download kann aus rechtlichen Gründen nur mit Rechnungsadresse in A, D ausgeliefert werden.