Þorsteins saga Síðu-Hallssonar, einnig kölluð Þorsteins þáttur Síðu-Hallssonar, segir eins og titillinn gefur til kynna frá Þorsteini syni Síðu-Halls. Hann ferðaðist víða og gerðist til að mynda hirðmaður Sigurðar Orkneyingajarls. Í Írlandsför Þorsteins segir frá dauða Brjáns konungs en Þorsteinn var í liði jarls í Brjánsbardaga. Sagan er einn af eftirmálum Brennu-Njáls sögu og ein þeirra Íslendinga sagna sem gerist á miklum umbrotatímum á Íslandi við kristnitöku. Þó er sá hængur á varðveislu verksins að upphaf sögunnar telst með öllu glatað.
Dieser Download kann aus rechtlichen Gründen nur mit Rechnungsadresse in A, D ausgeliefert werden.