Á morgun á Greg afmæli! Hann hefur skipulagt eðluveislu með köku og blöðrum. Allt í einu er kakan horfin! Það lítur út fyrir að einhver hafi stolið henni! Greg breytist í Gekko og tekur Owlette og Catboy með sér til að finna þjófinn. Mun þeim takast að bjarga deginum?Komdu með Catboy, Gekko og Owlette í ofurhetjuævintýri! Sigldu inn í nóttina í kattarbílnum, ugluflauginni eða gekkóbílnum til þess að koma í veg fyrir að Romeo, Luna Girl, Night Ninja, Úlfakrakkarnir og öll hin illmennin taki yfir borgina. Háttatíminn er rétti tíminn til þess að berjast gegn glæpum. Klæddu þig í náttfötin og farðu út í nóttina til þess að bjarga deginum, PJ Masks sýna þér hvernig. Það er kominn tími til þess að vera hetja!
Dieser Download kann aus rechtlichen Gründen nur mit Rechnungsadresse in A, D ausgeliefert werden.