Í síðasta hlutanum af sögunum um Ronin fer Ronin til Meifumadô til að mæta örlögum sínum og bjarga lífi Azami. Í bardaganum við Skuggakonunginn og djöfla hans fræðist Ronin um fortíð sína og fjölskyldu og hvernig hann getur verið trúr sjálfum sér. Í afar erfiðum aðstæðum þarf Ronin að muna hvað sannur bardagamaður þarf að hafa til að bera. Lítill strákur vaknar í miðjum skógi og man ekki hver hann er eða hvaðan hann kemur. Í bókunum lendir Ronin í mörgum ævintýrum og hann þarf að leggja sig allan fram. Á leiðinni kynnist hann fólki sem hjálpar honum að þroskast og læra það sem skiptir máli. Með hjálp töfrasverðsins og aflsins sem því fylgir berst Ronin fyrir hið góða. Með hverju ævintýri færist hann nær því að skilja hver hann í rauninni er.
Dieser Download kann aus rechtlichen Gründen nur mit Rechnungsadresse in A, D ausgeliefert werden.