Í sjöttu bókinni um Kvennamorðklúbbinn er ein úr hópnum í lífshættu og vinkonurnar leggja allt í sölurnar til að ná sökudólgnum. Lindsay Boxer þarf að leysa ekki eina, ekki tvær, heldur þrjár ráðgátur og þá kemur sér vel að eiga vinkonur sem sérhæfa sig í að leysa morðmál. Þeim til mikillar skelfingar verður ein þeirra fyrir skoti og meðan hún berst fyrir lífi sínu reynir Kvennamorðklúbburinn að hafa uppi á skotmanninum á sama tíma og þær reyna að komast að því hver er að stela börnum af götum San Francisco. Nú sem aldrei áður reynir á krafta þeirra og hugvit og þá er gott að eiga góða að.
Dieser Download kann aus rechtlichen Gründen nur mit Rechnungsadresse in A, D ausgeliefert werden.