Í ævintýrinu Tungumálin þrjú segir frá gömlum aðalsmanni sem átti einn son. Aðalsmaðurinn sendir son sinn til frægra kennara í öðrum löndum því sonurinn þótti svo heimskur og virtist ekkert geta lært. Allar tilraunir til þess að kenna syni aðalmannsins misheppnuðust, að því er virtist í fyrstu, og í bræði sinni vísar aðalsmaðurinn syni sínum á dyr. Sonurinn hefst við í skóginum og virðist geta leyst úr ótrúlegustu vandamálum sem upp koma í sveitunum í kring, þökk sé náminu sem faðir hans taldi einskis vert. Ævintýri Grimmsbræðra eru löngu orðin þekkt um allan heim enda verið þýdd á fleiri hundruð tungumál. Þjóðsögur Grimmsbræðra hafa tekið töluverðum breytingum í aldanna rás án þess þó að missa upprunalegan boðskap sinn og í dag ganga þjóðsögur Jacobs og Wilhelms einfaldlega undir nafninu Ævintýri Grimmsbræðra.
Dieser Download kann aus rechtlichen Gründen nur mit Rechnungsadresse in A, D ausgeliefert werden.