Franski baróninn Rollo de Centeville er fæddur til að sigra og hertaka, líkt og norrænir forfeður hans, sem eitt sinn herjuðu á Frakkland. Það er varla hægt að finna ólíkari manneskjur en drottnunargjarna baróninn og sjálfsöruggu ensku listakonuna sem málar smámyndina af honum. En ekkert myndi gleðja hrokafullt fyrirmennið meira en að sigrast á þóttafullri og stoltri konu eins og Kate. Kate vinnur sér inn frægð sem listmálari í París og frelsi í kjölfarið. En er hún í raun og veru frjáls? Því hún mun aldrei gleyma martröðinni í höllinni í Normandí, djöfullegum elskhuga og leyndarmálinu sem ævinlega tengir saman Kate Collison og Rollo de Centeville.
Dieser Download kann aus rechtlichen Gründen nur mit Rechnungsadresse in A, D ausgeliefert werden.