Ótti hefur verið vinsælt viðfangsefni höfunda í gegnum aldirnar og túlkanir þeirra á hugtakinu margvíslegar. Í þessu ævintýri Grimmsbræðra hefur aðalsöguhetjan þó aldrei orðið hræddur og þekkir þ.a.l. ekki óttann. Hann leggur því land undir fót til að þess að læra að verða hræddur. Ævintýri Grimmsbræðra eru löngu orðin þekkt um allan heim enda verið þýdd á fleiri hundruð tungumál. Þjóðsögur Grimmsbræðra hafa tekið töluverðum breytingum í aldanna rás án þess þó að missa upprunalegan boðskap sinn og í dag ganga þjóðsögur Jacobs og Wilhelms einfaldlega undir nafninu Ævintýri Grimmsbræðra.
Dieser Download kann aus rechtlichen Gründen nur mit Rechnungsadresse in A, D ausgeliefert werden.